Harmsögur ævi minnar

30.5.03

Brá mér í barnapíuhlutverkið í kvöld og sit með sjö ára frænda mínum að spila Pokèmon í Game Boy. Þetta er ágætt, við erum á svipuðu þroskastigi og prumpum og borðum ís og pez.

Fékk síðan námslánin útborguð í dag og snæddi hádegisverð á Súfistanum í tilefni þess. Ég er svoleiðis vaðandi í seðlum. Já og by the way þá var Ólafur Stefánsson handboltakappi á Súfistanum að drekka heitt kakó með rjóma. Það er nú ekki gott í mallann þegar maður er að fara að spila mikilvægan leik ha? Ég sagði samt ekkert; hann verður bara að eiga þetta við sjálfan sig.

29.5.03

Fór í fimmtugsafmæli hjá pabba hennar Dóru í kvöld og það var ógeðslega gaman. Hitti fullt af frænkum og frændum, allir blindfullir og í góðu stuði. Ræddi við móður mína og einhvern mann um hestatamningar og gamla hestinn okkar Jarp. Allar konur í hvítu fengu rauðvínsslettu framan á sig, ekki frá mér þó enda var ég einstaklega siðsamleg og Tobbalicious meira að segja edrú. EDRÚ!!! Geeeeðveikur matur og allt bara hreinasta snilld...

26.5.03

Gleymdi að segja: Aldrei að fara að djamma í háum hælum nema maður sé viss um að fá leigubíl eftir djammið. Þegar ég, Tobbi og Dóra ætluðum að ná okkur í taxa aðfaranótt sunnudags var Lækjargatan troðin af nýstúdentabjánum sem þurftu að komast heim í úthverfin í leigubílunum sem við ætluðum að taka. Við neyddumst því til að labba alla leiðina til baka á Eggertsgötu og það var hreint ekki létt verk eftir allan dansinn. Ég endaði á því að fara úr skónum og netasokkabuxunum og ætlaði að labba heim á táslunum en herramaðurinn Þorvaldur tók það ekki í mál og heimtaði að ég færi í skóna hans (...og kann ég honum beztu þakkir fyrir). Ég labbaði semsagt heim berleggjuð í allt of stuttu pilsi og allt of stórum íþróttaskóm, Tobbi óð yfir blaut og gæsaskitin tún á sokkunum og greyið Dóra staulaðist um á hælunum sem stungust ofan í allt grasið sem við þurftum að labba yfir. Við hljótum að hafa verið ansi ömurleg sjón.

Svo verð ég að kvarta yfir þessari dagsbirtu þegar það á að heita nótt. Það er ekkert sorglegra en að mæta vel sveittur út af skemmtistað og komast að því að allir sjá hvað maður er ógeðslegur.

25.5.03

Fólkinu í blokkinni minni datt í hug að þrífa stigaganginn og garðinn í dag. Mig langaði ekki að fara að tína sígarettustubba úr grasinu en svo var nú bara hressandi að fara út í góða veðrið.

Annars var Júróvísjon bara bætandi og kætandi. Mér fannst nú átfittið hennar Birgittu ljótt en hún stóð sig vel stelpan. Ég fer samt ekki ofan af því að við hefðum átt að senda Botnleðju. Djöfull var breska gellan annars öööömurleg. Það bjargaði sko ekki neinu hjá henni að vera í pínkulitlum kjól. Rusl rusl rusl. Og hvaða land var það sem var með e-ð liðamótalaust fimleikagerpi með sér? Glatað.

22.5.03

Ég hef ekki fengið neinar tilkynningar um Lísu og Hómerssegla og kann ég ykkur verstu þakkir fyrir.

Annars þoli ég ekki fólk sem kemur í búðina þegar ég er ein að vinna og spyr með frekjutón: "Ertu bara ein að vinna?" What tha?! Ef maður er EINN að afgreiða þá er svo AUGLJÓST að maður er EINN að vinna. "Ha? Já nei nei, hún Kolla er að vinna með mér, hún liggur nú bara hérna á gólfinu." Eða: "Já gaman að þú skyldir spyrja, hann Nonni ósýnilegi er nefnilega að vinna með mér í dag." Prumpupakk. Ef ég þyrfti ekki að pakka inn og setja slaufur á allt þá væri ég líka kannski sneggri að afgreiða.

En á eftir fer ég á Botnleðjutónleika og ætla að fá mér eins og einn öl og reyna að slaka aðeins á. Ég var búin að gleyma hvað það er erfitt að vera í fullri vinnu. Ég er alveg dauðuppgefin þegar ég kem heim og er eiginlega farin að sakna skólans. Eins gott að maður á ekki krakka líka. Þá myndi ég bara deyja.

20.5.03

Óska eftir að kaupa Hómers- og Lísusegla


Ég er búin að vera að safna Simpsons-ísskápaseglum í dágóðan tíma. Það fylgir sko einn segull með hverjum kílóapakka af Kellogg's kornflexi. Maður á að safna öllum karakterunum og þegar það er komið passa allir saman og mynda langan sófa. Ég er bara svo óheppin að ég á tvær Marge (tveir endar hrrmmpfff....), tvo Bart og tvær Maggie. Þannig að ef einhver á Hómer og Lísu - og jafnvel tvennt af hvoru má hann hafa samband.

18.5.03

Ég henti sængum og koddum út á svalir í dag til að viðra. Tók svo eftir því áðan þegar ég ætlaði að setja hrein rúmföt á draslið að eitthvað fuglshelvíti hafði kúkað á sængina mína þar sem hún hékk í sakleysi sínu. MÍNA sæng. Það gat náttúrulega ekki verið sængin hans Tobba óóó nei. Just my luck. Ég er líka eina manneskjan sem ég þekki sem dúfa hefur skitið á. Og eina manneskjan sem ég þekki sem missir lyklana sína, naglaklippur, skæri og varasalva ofan í klósettið þegar það er eitthvað í því. Nema kannski Óli. Hann missti nú einu sinni gemsann sinn í klósettið og meig á hann.

Anyway, kannski skeit fuglinn á sængina mína því honum sárnaði það að ég væri með dún inni í henni. Fylltist heift fyrir hönd fuglana sem þurfti að plokka til að búa hana til og skeit á hana til að mótmæla óréttlæti heimsins.

Ég lenti nú bara í því besta í dag og allir strákar geta hætt að lesa núna.

Þannig er mál með vexti að ég sá geeeeðveika skó í Bianco um daginn en tímdi ekki að kaupa þá af því þeir kostuðu 7500 kall. Svo fór ég með mömmu í helvítis Smáralindina í dag til að hjálpa henni að finna á sig skó og við kíkjum í fyrrnefnda skóverslun. Meðan móðir mín mátaði skó fór ég að gramsa í 50% afsláttarhorninu og viti menn... eru þá ekki skórnir mínir komnir þangað af því að það var bara eitt par eftir. Og þar sem ég er mjög nálægt fötlunarmörkum hvað varðar fótasmæð þá passaði ég í þá. Ég er einmitt í þeim núna og hef bara aldrei verið hamingjusamari.
Hugsið ykkur, lífshamingja fyrir 3750 krónur!

16.5.03

Miiiikið er gott að vera búinn í prófum. Já, það er mjög gott. Nú er ég bara að bíða eftir námslánunum mínum svo ég geti borgað Vísareikninginn og keypt mér nýjan bol.

15.5.03

Já og forsetinn bara búinn að kvænast!!! Ja hérna....

Eins og ég hata Avril Lavigne mikið hata ég meira Boomkat. Það er einmitt myndband með þeirri stúlku í sjónvarpinu núna, The Wreckoning eða e-ð álíka. Hver djöfullinn er að heiminum þegar svona rusl verður vinsælt? Avril Lavigne er náttúrulega óþolandi kríp en þessi er mjórri, asnalegri og syngur meira að segja verr. Sem sagt alveg sama týpan nema ýktari, geðveikt að reyna að vera kúl og rokkari sko. Svona óþekka stelpan. Kannski reykir hún meira að segja! En fer svo bara heim til mömmu og pabba í e-ð prumpuúthverfi og er promqueen og e-ð. Af hverju er verið að búa þetta til?
Nei má ég þá biðja um Justin Timberlake any day. Hann er þó a.m.k. ekki að þykjast vera eitthvað annað en píkupoppari.


Boomkat

14.5.03

Mikið er ég fegin að það er búið að reka idjótið Heidi úr Survivor. Þvílíkt og annað eins airhead hefur bara ekki sést í sjónvarpi síðan... síðan... tjah, ætli hún sé bara ekki mesti hálfviti sem ég hef séð í sjónvarpi ever?!

13.5.03

12.5.03

Hú Hah!
Bara eitt skriflegt og tvö munnleg próf eftir. Ég sé gjörsamlega fyrir endann á þessu. Í þessari viku meira að segja. Djöfull ætla ég að fá mér í aðra tána eða jafnvel báðar um helgina.
Svo er bara dauðabiðin eftir, að sjá hvað kemur út úr þessu rugli öllu saman. Þetta verður örugglega allt í lagi. Já já.

Og mig langar sjúklega í gasgrill. Mér finnst það soldið fullorðinslegt að eiga gasgrill en Jo segir að það sé allt í lagi. Ég sé fyrir mér að við verðum alltaf í hlýrabolum með bjór í annarri og að snúa sloppy kótelettum með hinni. Svona white trash dauðans. En það er bara nokkuð svalt. Ég get verið brjóstahaldaralaus undir hlýrabolnum með rúllur í hárinu og sígarettu í munnvikinu. Bara svalt. Ég verð þá samt að breyta nafninu mínu í Jolene, Lorna eða Norma Mae.

9.5.03

Ég þoli ekki fólk sem kemur í verslun og þarf einhvern til að standa yfir sér því það getur ekki drullast til að ákveða sig.

"Jááá, en þetta, er þetta sniðugt?
Já neeeeii mér líst ekkert á þetta, er þetta ekki eitthvað bölvað drasl?
Já þetta er fínt, æ, það er rispa í þessu. En þessi bíll hérna? Áttu hann nokkuð í bláu?
Hann er svo hrifinn af bláu. Já nennirðu að ná í hann inn á lager þó það taki þig þrjú kortér?
Já eða nei annars ég fæ bara bolta. Eru svona samskeyti á þeim öllum?
Eru þetta einu litirnir? Já nennirðu að hlaupa niður og athuga? Það sér nefnilega á þessum sko.
Já og heyrðu - geturðu pakkað inn? Já nei ekki þennan pappír - frekar hinn. Eða neeeei - láttu mig bara hafa þennan.
Geturðu líka sett slaufu? Honum finnst svo gaman að fá slaufu.
Gefðu mér svo afslátt. Hinar gefa mér sko alltaf afslátt."

Já það þarf sko sterk bein til að afgreiða í dótabúð.
Afgreiðslufólk heimsins sameinist!

Hvar er rauðvínið mitt?

8.5.03

Ég verð að lýsa ánægju minni yfir því að Dísa hafi kommentað hjá mér fyrir neðan. Augljóslega er hún orðin voða fancy smancy og flutt til New York og eitthvað!

En anyway, mér finnst Dísa mjög skemmtileg og vona að hún kommenti sem oftast.

Og Dísa... ef þú ert að lesa þetta kommentaðu mér þá hvað þú ert eiginlega að gera í N.Y.!

Hef hálfpartinn ekkert að segja,
Held það sé þá best að þegja.
Ætti auðvitað mín kæra,
að drullast til að fara'ð læra.
En það er bara svo fokking fúld.
að ég nenni því ekki þó að úti sé súld.

7.5.03

Þeir sem þekkja mig vita að ég á heima fyrir ofan leikskóla. Sem er nú ekki í frásögur færandi. Nema hvað að eftir að það kom smá vor eru krakkahelvítin alltaf gargandi og öskrandi. Út í eitt. Allan daginn. Og svo klifra þau yfir girðingar og fara í blómabeðin og tætast þar. Þessar fóstrur eru greinilega heyrnarlausar og blindar eða nenna bara ekki að tuska þau til. Eða orðnar ofurstressaðar. Ég er líka oft að sjá þær laumast út að reykja bakvið rafmagnsskúr þar sem þær halda að enginn sjái þær. En ég sé allt af svölunum mínum MÚHAHAHAHA.

Ég er þokkalega að verða geðveik á þessu. Hvað er til ráða? Brædd feiti? Glerflöskur? HJÁLP!!!

6.5.03

Búhú.
Það stal einhver hóra af mér sætinu á lesstofunni áðan. Og ég meina hún FÆRÐI dótið mitt af borðinu. Ég ætla að drepa hana á eftir. Herfa herfa láttu þig hverfa.

Haldiði að ræflarnir í Survivor hafi ekki kosið út Christy, heyrnarlausu stelpuna??!! Þetta eru nú meiri ógeðin; þau lugu bara upp í opið geðið á henni greyinu! Og á meðan leikur skunkurinn Rob lausum hala! Þetta sýnir bara hvað fólk verður miklar skepnur þegar það er tekið úr siðmenningunni. Þetta er bara Lord of the flies all over again.

5.5.03

Ég náði þeim sögulega árangri í dag að gera EKKERT. Vaknaði samt klukkan sjö og allt. Hékk í skólanum með Dóru í marga marga klukkutíma án þess að gera jack shit. Ókey ég er þó ekki að fara í próf fyrr en um helgina en hún á nú að vera að skrifa BA ritgerð. Letinginn.

Við sátum á kaffistofunni í Árnagarði þangað til okkur var hent út þaðan seinni part dags. Þá fór ég heim og eldaði mér kvöldmat klukkan fjögur til að þurfa ekki að læra. Og svo sofnaði ég. Er þetta í lagi? Ég er strax farin að kvíða morgundeginum.

En fyrst ætla ég að horfa á Survivor og fara svo út í körfu. Það er víst búið að reka Alex því hann vildi bara komast í bólið hjá stelpunum. En ég missti nú af því.

Fór í Ikea. Mig langar til að eiga heima þar.

Eftir því sem ég hugsa meira um prófið sem ég tók um daginn uppgötva ég fleiri vitleysur sem ég gerði. Þetta er algjört klúður. I blew it maður.

Þýðir svosem ekkert að velta sér uppúr því en ég geri það samt. Mikið hlakka ég til þegar þetta prófafíaskó er búið ... hvað á ég annars að kjósa? Ég er ekki ennþá búin að ákveða mig. Þetta er allt svo mikið prump eitthvað. Allir að klína á mann bæklingum sem segja manni ekki neitt. Og allir að lofa því sama og aldrei breytist neitt. Ég veit samt hvað ég ætla EKKI að kjósa. Hitt kemur svo bara í ljós á laugardaginn.

4.5.03

Ég er að vinna í því að koma með nýtt lúkk á síðuna mína. Það hefur reyndar tafið framkvæmdirnar að uppáhalds HTMellan mín er að fara í próf á morgun og er á fullu að lesa. Ég er a.m.k. komin með nóg af þessu hallærislega mínímalíska Rex útliti og vil fá eitthvað tacky í staðinn. Samt ekki eins tacky og síðan var þegar hún var appelsínugul. En næstum því. Kannski. Æi hvað ég nenni ekki að læra. Vííí Practice er að byrja!

3.5.03

Fyrst ég hef ekkert að skrifa vil ég bara þakka systkinum Thorarensen fyrir frábæra skemmtun á miðvikudagskvöldið; fyrst Bjórmálaráðherra og síðar bæði honum og Fridzy. Eins þakka ég Grimms fyrir að vera á staðnum. Þið eruð frábær.

Og takk Fridzy fyrir að vera sorgmædd þegar þú hélst að ég væri dáin!

Endurtökum þetta fljótlega krakkar...

2.5.03

The Ketchup Kid


Gleymdi alveg að segja frá því að þegar ég fór á Ara í Ögri með Jo og Spörra á miðvikudagskvöldið lenti ég aldeilis í vandræðum.
Það missti nefnilega einhver hálfviti tómatsósu á gólfið sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að fína flauelskápan mín lenti bara í gusunni. Ég var semsagt löðrandi í tómatsósu og lyktin eftir því. Jo var ekki sátt og lét Spörra biðja um drykk handa mér í sárabætur.
Hann gerði það (stóðst þig eins og hetja Spörri!) og barstelpan sagðist ætla að athuga málið. Svo fóru skötuhjúin heim og ég sat áfram með Daða og Jóni Þór (i?).
Hálftíma seinna spurði ég stúlkuna hvort eitthvað væri í gangi með þennan drykk og hún fór AFTUR og ætlaði að athuga málið. Ekkert gerðist en ekki nóg með það heldur fékk enginn sem sat með mér á borði neitt að drekka heldur! Við sátum semsagt bara eins og bjánar og horfðum á barfólkið ignorera okkur. Þau voru sko bara að bíða eftir því að við drulluðum okkur út. Sem og við gerðum á endanum, fórum á Celtic og fengum MIKLU betri þjónustu þar.
Nú er Ari kominn á bannlistann minn ásamt Kaffibarnum... þeir hefðu sko betur splæst á mig einu aumu vínglasi.
Og ég þarf LÍKA að fara með kápuna mína í hreinsun!

1.5.03


Find your inner Smurf!


Yeah right.
Þetta ætti nú samt að vera uppörvandi svona í prófunum.

Damn maður... ég er ógeðslega fúl yfir því að vita hver vinnur Bachelorette. Þetta er nú bara næstum spennandi.


Charlie sleazebag
Hometown: Hermosa Beach, CA
Age: 28
Occupation: Account Executive
Height: 6'3
Weight: 215
Hobbies: Working out, live music, hiking, spending time on the beach, studying the markets
List three adjectives that best describes you: Loyal, generous, jovial
Why would you make a great husband for Trista: I've reached the point where I'm prepared to dedicate myself to the most important chapter in my life.Ryan væmni
Hometown: Vail, CO
Age: 27
Occupation: Firefighter
Height: 6'2
Weight: 200
Hobbies: Painting, mountain biking, writing, snowboarding, travel
List three adjectives that best describes you: Honest, a bit shy, generous
Why would you make a great husband for Trista: I've lived, learned, and experienced a lot in life. I would like someone to share these experiences with.


Viljiði pæla!! Múhahahahaaa......Vá, kíkti með eina rauðvínsflösku til Jo í gærkvöldi.
Svo fór ég á skrýtna staði eins og Ara í Ögri og Celtic Cross og alls staðar var bara trúbador og læti og allir að spila Stál og hníf. Endaði með Bjórmálaráðherra á 22. Þeir eru alltaf farnir að loka kl. 6 sem er náttúrulega prump. Snilldarstuð. Endaði með Thorarensen systkinum í eldhúsinu á Grettisgötu.
Og það er orðið geðveikt bjart á nóttunni!

Tobbalicious lærir og lærir. Ég held að hann sé að verða geðveikur. Skeggið verður stærra og stærra og vinkonur mínar eru farnar að minnast á þetta með grettu á andlitinu. Þeim finnst hann of loðinn. Mér finnst hann nú bara sætur.