Harmsögur ævi minnar

29.4.06

Móðir mín, framhaldsskólastúlkan, er búin að kynnast fullt af einhverjum nýaldarvírdóum uppi í Ármúla sem sveifla kristöllum og stunda heilun hægri vinstri. Frá einhverjum kuklaranum áskotnaðist henni galdrapendúll sem gefur víst svör við öllum andskotanum. Henni þótti því tilvalið að spurja hann hvaða skóla ég ætti að velja. Nú, pendúllinn sagði víst Edinborg alveg skýrt og greinilega. Ég átti samt að prófa svo þetta væri alveg 100% öruggt.

Nema það gerðist ekki rassgat í bala þegar ég prófaði. Mamma sagði að ég væri bara ekki nógu opin fyrir þessu og að ég leyfði ekki orkunni að streyma óhindrað frá líkamanum. "Þú ert efasemdapúki Deeza" sagði hún. Ég sagði henni að þetta væri af því að ég er algjörlega árulaus og hrein illska inn að beini í ofanálag. Þá tróð hún pendúlnum í vasann á mér og sagði mér að prófa aftur heima þegar ég væri alveg afslöppuð og laus við utanaðkomandi áreiti. Ég tók nú helvítið með mér heim... hef samt ekki lagt í að endurtaka leikinn. Ég er hálfhrædd við svona svartagaldur.

Annars er ég nú ekkert viss um þennan félagsskap sem móðir mín er í þarna. Eru menntaskólakrakkar alveg hættir að reykja hass og hlusta á þungarokk?

Noj noj noj! Fann Sims leikinn inni í skáp! Vill einhver verða vitni að því þegar ég sturta þessu háskólanámi niður í klósettið fyrir fullt og allt?

28.4.06

Kláraði litlu ritgerðina. Hún gæti hugsanlega verið það ömurlegasta sem ég hef á ævi minni skrifað, ef frá er skilin þessi viðbjóðslega BA ritgerð mín sem er víst tilbúin til lokaskila. En bara ef ég laga heimildirnar segir ...ahm leiðbeinandakonan. Getur einhver fróðari MLA manneskja en ég staðfest að maður setur ekki númer á heimildum inn í ritgerðina samkvæmt því kerfi? Er það ekki bara eftirnafn og blaðsíðutal í sviga? Og heimildaskráin í stafrófsröð og engin helvítis númer? Ég get ekki séð betur í handbókinni. Piff, skÍtalir, hvað vita þeir svosem?

Svo tvö síðustu prófin mín í háskólanum í næstu viku, og þá verð ég að drulla mér í enskuBA-ið og rumpa því af á tveimur vikum. Að því gefnu að ég fái frest fyrir kvikindið. Ég ætla reyndar á afmælispöbbkviss á grandinu á föstudaginn og fá mér fullt af bjór. Og tekíla. Note to self: ekki háir hælar. Djöfull er ég í ógeðslega djúpum skít. Og djöfull er One Tree Hill ógeðslega vangefinn þáttur. Hver horfir á svona drullu annar en ég?

Já og skemmtilegt maður... ég ældi um daginn þegar ég var úti að hlaupa. Bara oggupons. Ég er svo mikill nagli að ég hrækti því bara og hélt áfram að hlaupa. Hins vegar eru þessar gríðarlegu reykingar ekki að gera góða hluti fyrir úthaldið hjá mér, það er alveg ljóst.

Litla kúkaritgerðin næstum búin, vantar bara eina blaðsíðu. Þrátt fyrir það er hér mikill pirringur í gangi, og til þess að móðga ekki leiðbeinendur og aðra sem hafa viðkvæma framtíð mína í höndum sér þá er eftirfarandi ritskoðað:

Þú ******** **** sem ættir bara að ****** *** **** í *********** sem ****** er, þú ert ****** **** *********** og ********** *****, og ég vona að ********* * *** ******** og þú **** ***. ** **** að ** ****** ** ******* * *** sköflunginn. Ég **** *** og allt þitt ***** og þú *** *** ****** sem ***** *** ***** ***** ************ þín!!!!

Aaaahhhh.

27.4.06

Maður hefur miklu minna að blogga um þegar maður býr einn. Ég get ekki beðið eftir því að fá meðleigjendur aftur næsta vetur... þá fá nú einhverjir hiksta er ég hrædd um. Svo bloggar maður miklu betur þegar maður er beiskur. Fyrrverandi tilvonandi eiginmaður minn sagði einmitt við mig um daginn að ég væri dauð úr öllum æðum og alveg hætt að pirra mig yfir nokkrum sköpuðum hlut.

Og það er laukrétt, ég er búin að vera furðu andlega stabíl það sem af er árs. Fólk fer almennt ekkert í taugarnar á mér lengur og ég tralla bara í gegnum lífið með bros á vör. Ömurlegt, öööömurlegt. Nú gæti samt eitthvað farið að gerast þar sem ég er hætt að sjá út fyrir skítahrúgunni sem ég er í út af skólanum og taugaáfall örugglega á næsta leyti.

Og ég er ekkert búin með þessa ritgerð sem ég ætlaði að skrifa í dag... en tjah. Það pirrar mig ekkert svo. Ég er mjög ósátt við nýju Deezu.

Jæja, einhverir kusu í háskólakönnuninni, atkvæði verða þó ekki talin fyrr en í kvöld svo enn er hægt að vera með.

Skilaði inn uppkasti að ítölskuritgerðinni í gær, vonandi finnur leiðbeinöndin* ekki margt að henni (algjör óskhyggja af minni hálfu). Ég hef tekið eftir því í fyrri skilum hjá mér að hún er alltaf að gera athugasemdir við tilvísanirnar hjá mér. Það er nú greinilegt að einhver á ekki MLA handbókina, og þessi einhver er ekki ég.

Ég ætlaði svo að kokka upp aðra ítölskuritgerð í gær, eitthvað 1 einingar kríli sem ég verð víst að klára en Law & Order, Sex & the City og hinn hundleiðinlegi Jay Leno héldu mér uptekinni langt fram á kvöld.

Svo er ég búin að senda 566 tölvupósta á enskuritgerðarleiðbeinandann minn til þess að reyna að fá frest fram í lok maí með þá ritgerð. Hann svarar ekki. Það er ekki góðs viti.

Í lokin vil ég benda fólki (aðallega kvenfólki þó) á að glanssjampóið og hárnæringin frá Elvital (þetta í bleiku brúsunum) svínvirkar. Þó aðallega af því að hárið á manni er kleprað af fitu eftir notkun. En jú, vissulega glansandi.

*Hér hefur verið skipt um nafnorð ef svo ólíklega vill til að einhver sem þekkir kennarann minn þýðir fyrir hana bloggið. Hún á nú einu sinni eftir að gefa mér tvær einkunnir svo allur er varinn góður.

26.4.06

York, Edinborg eða London næsta vetur? Ég get ekki ákveðið mig. Segðu þitt álit.

*Update: Enn er hægt að segja álit sitt, endilega tjáðu þig (og ekki bara skyldfólk sem sér fram á að nýta sér ókeypis gistingu þegar það fer í svallferðir til London!).

25.4.06

Ansans, notaði viðtengingarhátt. Hann sleppir ekki takinu á mér, helvískur.

Ég opnaði g-meilið mitt áðan sem ég hef ekki gert í háa herrans tíð. Þar var allt fullt af skilaboðum enda er ég, að því er virðist, á póstlista hjá Baháíum í Hafnarfirði, en ekki bara þar heldur líka hjá einhverjum félagsskap hjá Kleppi.

Ég sendi um hæl póst á þessa aðila og benti þeim á að þeir væru örugglega með ranga Deezu á skrá. En hver veit, kannski er þetta vinsamleg ábending til mín að ofan. Ef ég fer að fá póst frá SÁÁ mun ég að minnsta kosti íhuga það alvarlega hvort þetta sé tilviljun.

24.4.06

Ég er farin að hata ítölskuritgerðina mína meira en lífið sjálft, og þá er nú mikið sagt. Ég hef því ákveðið að hætta að nota viðtengingarhátt.

Ég fann engin skæri í morgun. Æðri máttarvöld hafa tekið eftir bágu andlegu ástandi mínu og fjarlægt alla beitta hluti af heimilinu. Ég neyddist því til að naga gat á kaffipakkann sem ég þurfti að opna, en það reyndist lán í óláni því nú sit ég og bryð korg af miklum móð með rettuna í munnvikinu. Hvers vegna að eyða tíma í að hella uppá þegar maður getur étið beint úr pakkanum?

Svo hringdi gemsinn minn áðan... úr einhverju "private number". Ég svara aldrei leyninúmerum... og yfirleitt heldur ekki númerum sem eru ekki í símaskránni minni, bara svo það sé á hreinu. Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi getur vel verið að ég hafi látið einhverja gaura hafa númerið mitt blindfull á púbb, í öðru lagi gæti símtalið komið úr bankanum til að láta mig vita að ég sé ekki búin að borga vísareikninginn, eða komin yfir heimild eða einhvern andskotann, í þriðja lagi gæti einhver verið að reyna að pranga inn á mig aukalífeyrissparnaði eða bókaklúbbi eða öðru rusli.

Þannig að ef þú ert ekki í símaskránni minni, don't bother. Sendu bara sms. Don't call us - we'll call you.

23.4.06

Er að spá í að hætta að reykja. Ég er samt ekki alveg viss, mig langar ekkert að hætta en þetta kostar bara péééninga sem ég á ekki. Læri læri lær. Og fermingarveisla á eftir. Ég er ekkert gríðarlega hrifin af þeim frekar en aðrir. Oh well, ég fæ a.m.k. köku.

Auglýsi enn og aftur eftir vel borgaðri og auðveldri vinnu. Kannski á bangsahóteli.

21.4.06

Ég fór til læknis áðan og þurfti að punga út tæpum tólfþúsundkalli, hnuff. Sem er akkúrat verðið á fallegustu skóm í heimi sem ég sá í gær en tímdi ekki að kaupa. Hefði betur gert það. Mér hefur ekki verið svona illt í rassinum síðan ég og Krilla skiptum um dekk á gamlárskvöld. Held samt að hún hafi verið sárari, en það var a.m.k. drulluvont. Það er nú allt í lagi að bjóða upp á vaselín á biðstofunni ef það á að fara svona með mann.

20.4.06

AAAAAARRRRGGGHHH!!! Getur einhver komið til mín og rifið helvítis lappann úr kjöltunni á mér? Og hent þessu viðbjóðslega sjónvarpi fram af svölunum! Ég er svo haugalöt að ég get ekki einu sinni horft á sjálfa mig í spegli. Hvað í fjandanum er ég að hugsa? Það er ekki eðlilegt að skoða sömu bloggsíðurnar 15 sinnum á dag. Og ég þarf EKKI að skoða tölvupóstinn minn á kortérs fresti. Andskotans aumingjaskapur að þurfa alltaf að vera með allt á síðustu stundu. En á morgun... jamm, föstudagur, need I say more?

Þangað til ég vakna á laugardaginn með fimmfalt samviskubit. En það er seinni tíma vandamál. Sweet Oblivion.

Og já það minnir mig á það að ég ætti að búa til playlista og fara með til Sindra á morgun. Hann og hans ömurlega epillu-ambíent-tónlist.

Ég vil bara minna alla á að fara í ríkið á morgun. Ég neyðist til að detta í það með Sindra og glætan að ég nenni að hanga yfir honum einum.

Og god damn hvað mig langar á Hróarskeldu, sjæse. Fyrst það er uppselt á Reading. Komin með skjálfta í hnén og brennivínsglampa í augun. Og slammharðsperrur í axlirnar.

Get ekki beðið eftir því að vera að vinna í sumar. Ég ætla sko ekki að borga upp heimildina mína eða neitt, ég ætla bara að kaupa mér drasl. Mig vantar gallabuxur, nærföt, málningardót, klippingu og ýmislegt fleira. Ég er komin með dollaramerki í augun. Eins gott að ég finni mér einhverja helvítis vinnu. Veit einhver um eitthvað?

19.4.06

Ótrúlegt að litla krílið systir mín sé 17 í dag. Til hamingju elsku Svala!!!

Það er smám saman að renna upp fyrir mér að líklegast eigum við Sufjan ekki eftir að giftast. Ekki ómögulegt kannski en svolítið hæpið. Það er nú alveg vonlaust að þurfa að díla við ástarsorg þegar það er svona mikið að gera hjá mér í lærdómnum. En eins og Dóra benti á þá hefðu börnin okkar örugglega fæðst með stærstu frekjuskörð í heiminum þannig að þetta var kannski fyrir bestu.

18.4.06

Ég neyddist til að fara í apótekið áðan til að kaupa íbúfen. Ég get ekki setið við tölvuna lengur út af vöðvabólgu og verð að liggja flöt með tölvuna ofan á brjóstunum. Vonandi laga pillurnar eitthvað. Ekki það að ég sé voða mikið að læra, ég er nú bara mest að skoða blogg og gúggla rusl. En maður vill ekki missa af neinu.

Rosalega er samt mikið til að sniðugu dóti í apótekinu. Ég er að spara svo ég keypti bara verkjapillur, andlitskrem og handáburð, en ég hefði líka viljað kaupa ilmvatn, riiiisastóran prótínduftstauk (er fólk að kaupa þetta í alvöru?), fullorðinsbleiur, jarðarberjasleipiefni, einnota plasttöng og hárlit.

Já og smá celeb-spotting. Ég og Sindri vorum í bíltúr um daginn og haldiði að við höfum ekki séð hann Umahro úr heilsuþáttunum á Skjá einum. Eða við héldum það, svo var þetta reyndar ekki hann.

17.4.06

Díses kræst, ég hef enga stjórn á mér þegar kemur að sælgætisáti. Ég er farin að svitna og pissa súkkulaði. Svo reyndi ég að vega upp á móti sykurbrjálæðinu með því að reykja asnalega mikið. Það gekk alls ekki neitt og ég er núna í sturluðu sykur-nikótín-adrenalín kasti og kem engu í verk nema labba fram og til baka, opna og loka gluggum, kveikja og slökkva á ljósum o.s.frv. o.s.frv. Svo komst ég að því að það smellur í kjálkanum á mér þegar ég opna munninn ógeðslega mikið. Það er nýja hobbíið mitt en verður þó líklega bara stundað í einrúmi.

Hey, skítt með barinn. Mundi allt í einu eftir því að ég fékk annað páskaegg í dag. Frá mömmu. Guð blessi mömmur. Súkkulaðigrís.

Nei hjúkk, þetta var bara eitt myndband. Vá hvað þetta skelfdi mig. Celine Dion er ekki töff.

Mér leiðist, af hverju vill enginn koma á barinn? Búhúúú.

Jedúddamía, það eru tónleikar með Celine Dion í sjónvarpinu. Detti mér allar dauðar lýs úr höfði meðan ég bæði æli og skít á mig af viðbjóði.

16.4.06

Eins og aðrir útskrifaðir MR-ingar fékk ég í vikunni sent voða fínt afmælisútgáfuskólablað. Það er þrælgaman að fletta því, en best er samt að það er í akkúrat klósettstærð. Mann vantar nefnilega alltaf eitthvað heppilegt að lesa á klóinu. Og þetta blað bjargaði mér aldeilis í kvöld þar sem ég er búin að sitja á dollunni, nötrandi og skjálfandi síðan, tjah, um það leyti sem ég tróð síðasta súkkulaðibitanum ofan í troðfullt kokið á mér.

Svona hefnist manni fyrir græðgina. Ég missti meira að segja af næstum allri Ocean's 11 sem ég ætlaði svo að horfa á. Það er svöl mynd með svölum karlmönnum og svalri tónlist. Julia Roberts er aftur á móti ekki svöl. Hún er hundljót. Og sénsinn að George Clooney væri skotinn í henni.

15.4.06

Sjæææse, mér er brjálæðislega flökurt.

"ROOOOOP!!!"

Hvíl í friði kæra páskaegg.

Dóra bestaskinn og Tómas Orri komu til mín áðan með páskaegg! Handa mér! Elska þau ógeðslega mikið. Jæja, má ekki vera að þessu, hér er súkkulaði sem þarf að éta.

Vááá, hvað ég er þunn. Var í einhverju kókaín/kampavínspartýi langt fram á nótt og fékk far heim í limmu því ég var náttúrulega í stuttum kokkteilkjól og himinháum hælum. Geðveikt stuð.

Nei þetta er bölvuð lygi.

Klukkan er semsagt 10 á laugardagsmorgni og ég er búin að vera að læra í einn og hálfan tíma. Hálf neyðarlegt eitthvað. Ó jæja, svona er lífið.

En ef einhver annar er með skemmtilegar djammsögur síðan í gær má sá hinn sami gjarnan skella þeim inn.

12.4.06

Oj, ég er komin með sár í góminn af bingókúluáti. Samt get ég ekki hætt. Það er slæmt karma að klára ekki opnaðan nammipoka. Blóðbragðið er svosem ágætt.

Þurfti að panta bók á Amazon áðan fyrir ritgerðina. Ekki til ein einasta bók með þessum manni á landinu. Þvílíkt og annað eins, það mætti halda að það væri bara enginn áhugi á nígerískum bókmenntum á þessu skeri. Henti líka Dubliners í pakkann. Ég ætla að lesa allan Joyce í sumar svo ég geti loksins byrjað að diss'ann almennilega. Og ef einhvern vantar að ættleiða vísareikning um næstu mánaðarmót þá er minn á lausu. Ekki séns í helvíti að mér takist að borga hann.

11.4.06

Þriðjudagsfyllerí?

aaaaaaAAAAAAAAARRRRGGGHHHHHH!!!! Af hverju tala þessi fífl í Gilmore Girls svona ógeðslega mikið? Shut the fuck up people!! SHUUT UUUUUP!!!

Ég á í stríði við krakkaóbermin á leikskólanum hérna fyrir neðan. Þau köstuðu tómum bjórdósum upp á svalir hjá mér og kölluðu "fyllibytta, fyllibytta!". Þá hljóp ég niður, náði að grípa einn orminn og wedgie-a hann all svakalega. Ekki voru skæruliðarnir nú sáttir við það og klöguðu í fóstrurnar. Núna er ég að útbúa svakalegan mólótóvkokkteil og ætla að sprengja rólurnar og sandkassann í kvöld þegar allir eru farnir heim. Það ætti að kenna þeim.

10.4.06

...Og annað sem er hundleiðinlegt er Jay Leno. Og allir þessir geimveruþættir í sjónvarpinu. Og þegar það eru bara endursýningar þegar ég ætla að horfa á sjónvarpið. Og skólinn. Og lífið yfir höfuð. Kvartikvart. Hvar var þessi helvítis Kafteinmorganflaska? Meeeen, ain't life a bitch?

Mér finnst þetta mæspeis bara hundleiðinlegt. Sé nú ekki fyrir mér að ég nenni að standa í þessu. Til hvers er þessi andskoti eiginlega???

Krilli minn, við erum víst ekkert að fara á Reading - það seldist upp á klukkutíma. Djöh.

Kræst ólmætí, ætla að reyna að vakna sjúklega snemma til að fara á Hlöðuna, þarf að ná mér í heimildir smeimildir. Þ.e.a.s. ef ég kemst út úr húsi fyrir nammibréfum, tómum gosflöskum og troðfullum öskubökkum. Það er barasta skelfilegt ástand hérna, nánast farið að líta út eins og karlmannsíbúð.

Og svo er ég búin að eyða meirihlutanum af helginni í að búa til mæspeis. Ekki gáfulegt það. Mig vantaði einmitt meiri vitleysu til að eyða tímanum í. Já og sveiattan.

8.4.06

Sex & Drugs & Rock'n'roll.

Heimildaleit á netinu á laugardagskvöldi... tsk tsk, ekki mikið rokk það. En sá pakki var reyndar afgreiddur big time á fimmtudag. Þarf væntanlega ekkert að fara út aftur á árinu. Sjæse. Snilldarkvöld. dEUS eru smart.

6.4.06

Góði guð, ef Sufjan vill byrja með mér þá skal ég vera ótrúlega góð kærasta. Ég loooofa. Ég skal aldrei aldrei aldrei:

daðra við aðra stráka
fara í sleik við ókunnuga
prumpa fyrir framan hann
röfla yfir smámunum
tala um blæðingar
vera kaldhæðin og leiðinleg
taka silent-treatment

Ég skal meira að segja, MEIRA AÐ SEGJA, hætta að reykja.

Amen.

Brjálað að gera maður, klára ritgerð og senda inn, vinna, fara í ríkið, finna partý, detta í það og fara svo á tónleika. Places to go, people to see sko.

Ég veit ekki hvaða áfengi ég á að kaupa mér, nenni varla að drekka bjór því þá verð ég á klóinu í allt kvöld. Spurning um tekílaflösku bara. Gera allt vitlaust... aldrei að vita nema maður geti bætt Belgíu á listann eftir kvöldið. Keepin' my fingers crossed.

5.4.06

Jæja, hvað segiði, er ekki stemning fyrir smá hittingi fyrir tónleika á morgun? Svona rétt til að smyrja liðina. Eggerts eða Grettis?

4.4.06

Af hverju er fólk í sjónvarpinu alltaf svona settlega vafið inn í sængurföt að kynlífi loknu? Karlar upp að nafla og konur upp að viðbeini. Og ekkert krumpað eða neitt. Gerir fólk þetta svona almennt?

Mig langar á Deus. Samt á ég ég ekki pening og það er bara fokking fjórði. Gæti náttúrulega notað vísann minn og haft áhyggjur af næsta reikningi seinna. Koma tímar koma ráð. E-r til í að fá sér í tá kannski?

Já og ef þið viljið hringja í mig í heimasímann skuluð þið hafa hraðan á, honum verður væntanlega lokað innan skamms. Maður verður sko að velja og hafna í lífinu. Deus kannski, sígó já, bjór já. Sími nei, föt nei, góður matur nei.

Er búin að eyða örugglega 3 tímum í dag í það að stara á Sufjan screensaver-inn minn. Dæææææs.

Stórtíðindi!

(Nei, ég er ekki búin með ritgerðirnar, langt í frá.)

Hins vegar er ég búin að sortéra alla, ALLA mp3ana mína. Allt rétt merkt í properties og læti, snilld snilld snilld, 100 skrilljibæt af lögum komin á réttan stað í lífinu.

Þessu er ég búin að sitja yfir síðan í hádeginu í gær. Semsagt sirka 13 tíma allt í allt. Undarlegt að læriþrekið mitt er ekki meira en svona 15-20 mínútur en þetta fannst mér ekkert mál. Núna á ég bara eftir að sortéra myndirnar mínar og þá get ég lært án þess að þetta sé að bögga mig. Óþolandi að hafa svona óklárað hangandi yfir sér. Nema það sé lærdómur, þá er maður auðvitað alltaf að vona að hlutirnir annaðhvort hverfi eða gerist sjálfkrafa.

Já það er margt skrýtið í gírkassanum.

3.4.06

Ég lagði mig eftir skóla í morgun og lo! Er ekki bara allt á kafi í snjó þegar ég vakna? Minn heitasti draumur er auðvitað sá að ég hafi sofið af mér restina af þessari önn og sumarið einnig og það sé komið haust aftur. Og ég útskrifuð, jibbí jei!

Ég ætla aðeins að fá að ímynda mér að það sé sannleikurinn.

(Ég veit samt innst inni að skýringin er væntanlega sú að veðurfarið á þessum skítaklaka er fáránlegt og viðbjóðslegt.)

2.4.06

Æi, er með gríðarlegan verkkvíða. Lofaði í e-u bjartsýniskasti að senda uppkast af ritgerðinni í dag og sit núna með kökk í hálsinum því ég nenni ekki að opna hana. Er búin að gúggla allt í heiminum og ryksuga og skúra til að eyða tíma. Ég veit að ég þarf að skrifa en ég motherfokking nenni því ekki. Af hverju drullast maður ekki bara til þess að byrja? Ég er aumingi. Það er bannað að læra á sunnudögum. Eða ætti að vera það.

P.s. Hefur einhver hérna náð að skrifa BA ritgerð á tveimur vikum? Það er alveg hægt er það ekki? Anyone?

Frábær helgi... rugl og vitleysa. Gettu Betur, bjór, gin og kapteinn heima hjá mér á föstudag í eðal félagsskap.

Eyðilagði þriðja skóparið á 11 á þessu ári. Djöfull. Datt ekki einu sinni niður stigann aldrei þessu vant, það er bara allt fullt af tjöruviðbjóði á gólfinu. Fór í keppni... var að vinna (minnir mig...) en þurfti svo frá að hverfa þannig að það er aldrei að vita nema Ellen eða María hafi slegið mig út. Spennandi. Skot að launum fyrir sigurvegara.

Og Krilla: KAFFI Í VIKUNNI!!!