Harmsögur ævi minnar

20.7.07

Ennþá er lítið um skrif, enda þarf ég sem betur fer ekki að sitja við tölvu 24/7 lengur og ég nenni eiginlega ekkert að kveikja á tölvunni minni því hún er hææææg. Auk þess er stanslaus gestagangur og nóg að gera. Svo er bara útskrift og stuð á morgun. Ég þarf að ná í restina af átfittinu mínu í fyrramálið... semsagt einhverja hettu sem maður krækir á kuflinn og svo auðvitað ferkantaðan hatt. Vonandi reddast þetta allt saman. Ég fattaði reyndar áðan að það er ekki til straujárn í húsinu mínu svo ég neyðist til að vera í krumpaðri skyrtu og pilsi. Og ég verð víst líka að vera í sokkabuxum því berir leggir eru ekki liðnir hjá háskólanum í Cambridge. Fleira sem er ekki liðið eru stuttar ermar, aðrir litir en svart og hvítt, opnir og/eða mjög háhælaðir skór, áberandi andlitsfarði og ónáttúrulegir háralitir, sem og áberandi hárgreiðslur eða skartgripir. Viljiði pæla?

Annars kem ég heim á föstudaginn í næstu viku svo þið getið strax byrjað að kvíða fyrir.

15.7.07

Líf án samviskubits er að venjast alveg ágætlega. Ég þarf reyndar að fara að henda saman ferilsskrá og sækja um störf og svoleiðis en það má alveg bíða í nokkra daga.

Við fórum nokkur úr skólanum (þær fáu hræður sem eru eftir) í garðpartý hjá Clare College í gær. Það endaði í Tapas, partýi hjá Tom og svo dansi langt fram eftir nóttu. Ég var með stærsta blóm í heimi í hausnum (það var stærra en hausinn á mér, og þó er hausinn á mér nú engin smásmíði!) og bindi yfir hettupeysuna mína... guð má vita af hverju. Það gerist alltaf eitthvað undarlegt heima hjá Tom. Síðast var ég að dandalast í garðinum hans í alltof stórum frottéslopp þegar risastór brauðhnífur datt úr vasanum á mér.

Annars er pabbi að koma á morgun... best að koma sér í leiðsögumannagír.

13.7.07

Komin aftur til Cambridge eftir frábært frí. Nenni ekkert að koma með neina ferðasögu þar sem ég var að koma af pöbbnum með Tom, en hérna er oggu sýnishorn (hefði verið meira ef tölvan mín væri ekki súperhæg og ef blogger væri ekki með stórkostlega vangefið setja-inn-myndir system):