Þá er maður búinn að baka smákökur fyrir jólin og fínerí. Ég var samt geðveikt fúl því yfirleitt þegar ég baka þá heppnast það svo vel að kökurnar gætu verið á forsíðu Gestgjafans. En ekki í þetta sinn óóóónei. Nú litu þær út eins og einhver hefði hrækt á plötuna, hent henni inn í ofn og bakað of lengi í ofanálag.
Þær eru samt góðar sko... a.m.k. er ég búin að hakka þær í mig og þurfti meira að segja að hneppa frá efstu tölunni á gallabuxunum mínum í gær!
<< Home