Oj, ég er komin með sár í góminn af bingókúluáti. Samt get ég ekki hætt. Það er slæmt karma að klára ekki opnaðan nammipoka. Blóðbragðið er svosem ágætt.
Þurfti að panta bók á Amazon áðan fyrir ritgerðina. Ekki til ein einasta bók með þessum manni á landinu. Þvílíkt og annað eins, það mætti halda að það væri bara enginn áhugi á nígerískum bókmenntum á þessu skeri. Henti líka Dubliners í pakkann. Ég ætla að lesa allan Joyce í sumar svo ég geti loksins byrjað að diss'ann almennilega. Og ef einhvern vantar að ættleiða vísareikning um næstu mánaðarmót þá er minn á lausu. Ekki séns í helvíti að mér takist að borga hann.
<< Home