Harmsögur ævi minnar

10.4.06

Kræst ólmætí, ætla að reyna að vakna sjúklega snemma til að fara á Hlöðuna, þarf að ná mér í heimildir smeimildir. Þ.e.a.s. ef ég kemst út úr húsi fyrir nammibréfum, tómum gosflöskum og troðfullum öskubökkum. Það er barasta skelfilegt ástand hérna, nánast farið að líta út eins og karlmannsíbúð.

Og svo er ég búin að eyða meirihlutanum af helginni í að búa til mæspeis. Ekki gáfulegt það. Mig vantaði einmitt meiri vitleysu til að eyða tímanum í. Já og sveiattan.