Harmsögur ævi minnar

4.4.06

Stórtíðindi!

(Nei, ég er ekki búin með ritgerðirnar, langt í frá.)

Hins vegar er ég búin að sortéra alla, ALLA mp3ana mína. Allt rétt merkt í properties og læti, snilld snilld snilld, 100 skrilljibæt af lögum komin á réttan stað í lífinu.

Þessu er ég búin að sitja yfir síðan í hádeginu í gær. Semsagt sirka 13 tíma allt í allt. Undarlegt að læriþrekið mitt er ekki meira en svona 15-20 mínútur en þetta fannst mér ekkert mál. Núna á ég bara eftir að sortéra myndirnar mínar og þá get ég lært án þess að þetta sé að bögga mig. Óþolandi að hafa svona óklárað hangandi yfir sér. Nema það sé lærdómur, þá er maður auðvitað alltaf að vona að hlutirnir annaðhvort hverfi eða gerist sjálfkrafa.

Já það er margt skrýtið í gírkassanum.