Ég lagði mig eftir skóla í morgun og lo! Er ekki bara allt á kafi í snjó þegar ég vakna? Minn heitasti draumur er auðvitað sá að ég hafi sofið af mér restina af þessari önn og sumarið einnig og það sé komið haust aftur. Og ég útskrifuð, jibbí jei!
Ég ætla aðeins að fá að ímynda mér að það sé sannleikurinn.
(Ég veit samt innst inni að skýringin er væntanlega sú að veðurfarið á þessum skítaklaka er fáránlegt og viðbjóðslegt.)
<< Home