Það virðist fylgja mér dálítið í lífinu að sveiflast öfganna á milli. Núna til dæmis er ég stundum harðákveðin í því að eyða ekki um efni fram á þessum síðustu og verstu, sleppa dýrum jólagjöfum, baka ekki neitt (kannski eina sort) og stilla áti í hóf. En ég lendi líka stundum í því að sitja yfir gömlum Gestgjöfum og uppskriftabókum með sturlunarglampa í augum og græðgisslef í munnvikum á milli þess sem ég kaupi allan heiminn handa mínum ástkæru nánustu í huganum.
Ég var að spá í að reyna að fara einhvern milliveg, but then again - millivegurinn hefur einhvern veginn aldrei verið minn stíll.
<< Home