Harmsögur ævi minnar

27.10.11

Mikið rosalega gengur illa að opna dænerinn aftur. Það eru þó góðar og gildar ástæður fyrir því. Ein af ástæðunum er sú að eigandinn er fluttur. Já, ég segi það og skrifa, fluttur af stúdentagörðum, detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði! Það þarf augljóslega að ganga frá hinu og þessu áður en tekið verður á móti gestum á nýjum og endurbættum dæner og allt tekur það tíma. Önnur ástæða er sú að eigandinn þekkir alltof mikið af skemmtilegu fólki. Allt þetta skemmtilega fólk gerir það að verkum að eigandann langar ekkert einu sinni að fara í dagvinnuna sína, og hvað þá í aukavinnuna, þ.e.a.s. dænerinn, heldur bara að hanga alltaf með dásamlega fólkinu sínu þegar laus stund gefst. Þriðja ástæðan er sú að það er auðveldara að bera fram djúsí rétti á dænernum þegar yfir einhverju er að kvabba. Það er afskaplega lítið skrifhvetjandi að vera ógeðslega hamingjusamur.

Það er hins vegar nóg að gerast hjá jakkanum.