Harmsögur ævi minnar

26.5.11

Ég elska, elska leikfimiteygjur þar sem maður á að setja á sig kryppu. Ég er nefnilega krypplingur af guðs náð og líður aldrei betur en þegar ég er með bakið á mér kengbogið og hökuna grafna í bringuna. Mér finnst hins vegar ógeðslega óþægilegt að vera með beint bak og já, bara beinlínis mjög erfitt. Þetta getur verið til vandræða í vinnunni. Þar langar mig auðvitað mest að vera svona:


En er eiginlega dáldið meira svona:

Þetta er sannarlega ekki nógu virðulegt.