Harmsögur ævi minnar

18.4.11

Ég fór í klippingu um daginn. Klippikarlinn minn aflitar alltaf á mér hárið sem okkur finnst báðum mjög kúl en er reyndar ekkert sérstaklega þægileg aðgerð. Það þarf líka að hafa aflitunarefnið sjúklega lengi í mér af því að inní mér býr lítill túrhaus sem þráir að komast út og ef efnið fær ekki að bíða nógu lengi verður hárið mitt gult en ekki hvítt. Ég leið sem sagt vítiskvalir núna síðast og var með sár úti um allt á hausnum eftir þetta baneitraða stöff. Nema hvað að það eru nokkrir dagar síðan og nú er ég komin með osomm hrúður á hausinn sem er ógeðslega skemmtilegt að kroppa af. Já, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott!