Ég er að reyna að manna mig upp í það að vera duglegri að hreyfa mig. Satt best að segja finnst mér ekkert leiðinlegt að fara í ræktina, svona þegar ég næ að útiloka Scooter-tónlistina og hressu „KOMASOOOO“-ópin frá þjálfurunum. Nei nei, það sem er aðallega fúlt við þetta er að á ræktartíma langar mig miklu frekar að gera eitthvað annað. Til dæmis fara á barinn. Bjór í góðum félagsskap er augljóslegra betra val en að vera með andlitið klesst ofan í sveitta táfýlumottu. En svona er víst lífið.
- - - -
Nýr tengill: Sigurbjörn. Sigurbjörn er róttækur femínisti og algjört æði. Ég mæli með því að fólk tékki á honum.
<< Home