Harmsögur ævi minnar

16.3.11

Ojojoj ég var að fá fésbókarvinabeiðni frá bilaða Frakkakvikindinu sem ég leigði einu sinni með (sjá okt. - nóv. 2003 til skýringar). Mikið hef ég rosalega lítinn áhuga á að vera í sambandi við hann. Ég snuðraði samt aðeins á síðunni hans og sýnist hann vera kominn með þessa líka huggulegu kærustu. Ætli hann sé þá hættur að drepa í sígarettum í túnfiskdósum, spyrja fólk hvort baunir séu borðaðar á Ítalíu, berja fólk og eltihrella og vera almennt krípí og furðulegur? Maður spyr sig.