Oj hvað ég hata sunnudaga. Þeir klárast nefnilega og þá kemur, jú, mánudagur. Gubb. Ég ætlaði einmitt að þrífa í kvöld en sambýlismaður minn sannfærði mig um að það væri arfaslök hugmynd (bless his soul). Þá hugsa ég að ég fari í náttfötin, fái mér ostapopp og horfi á eitthvað skemmtilegt. Það er svo miklu miklu betra plan. Enda ekki hægt að vera til í svona biluðu skítaveðri eins og er úti brrrr. Annars skil ég ekki allt þetta heimilisvesen sem fylgir tveimur einstaklingum í 35 fermetrum. Og við erum eiginlega alltaf í vinnu eða skóla. Samt er hér uppvask eins og við rekum 1000 manna hótel og óhreinn þvottur eins og hér búi 30 smákrakkar. Algjörlega óskiljanlegt. Ekki sóða ég svona mikið út held ég, ég er alltof upptekin við það þegar ég er ein heima að athuga hvort það sé ekki örugglega slökkt á eldavélinni og allar dyr læstar.
Ég er alvarlega að spá í að verða myndlistarmaður; þá gæti ég verið eins og Brian í Spaced. Ég þrái að sleppa mínu innra nöttkeisi alveg lausu. Það er þreytandi að þykjast vera eðlilegur.
(Hér er tengill á Brian, af einhverjum ástæðum límast Youtube-myndbönd yfir alla síðuna ef maður embeddar.)
<< Home