Nú er mikill niðurskurður í vinnunni minni eins og sjálfsagt annars staðar. Stærsti plúsinn: Það er ekki lengur keypt viðurstyggileg piparmyntuáfylling á lyktarsprautarana inni á klósetti, hjúkk maður. Stærsti mínusinn (einnig á klósettinu): Nýju sparnaðarhandþurrkurnar eru jafn rakadrægar og bökunarpappír.
- - - - - -
Svo er komið eitthvað æðisgengið ruslaflokkunarsystem... sér fata fyrir ál og önnur fyrir plast og svaka fínt. Nema hvað að ég var að éta epli um daginn og fann enga fötu fyrir það þegar ég var búin að borða. „Jú jú“, sagði húsvörðurinn, „eplið fer sko í fötuna fyrir óendurvinnanlegan úrgang“. Spes.
<< Home