Harmsögur ævi minnar

29.11.10

Michelle með Bítlunum er í útvarpinu. Þetta er fallegt lag en algjörlega ömurlegt val fyrir tvær skrækar stelpur að syngja í karókí. Ég og Svölungur litla systir tókum þetta á Live Pub einhvern tímann og ef ég hefði ekki verið ofurölvi þá hefði ég skammast mín sjúklega mikið. Ég eiginlega skammast mín samt, þó ég hafi verið ofurölvi. Ég held meira að segja að það hafi verið púað á okkur. Af hverju eru allar mínar verstu (ó)minningar tengdar annaðhvort karókí eða tekíla (nú eða í verstu tilfellunum bæði karókí og tekíla)?

Nú er Færibandið hans Bubba byrjað á Rás 2. Hjálpi mér allir heilagir hvað það er leiðinlegur þáttur. Ég held ég máli frekar vegg og horfi á hann þorna.