Harmsögur ævi minnar

24.11.10

Ég þjáist af gríðarlegu andleysi akkúrat núna. Ég er næstum því viss um að fullt af nammi mun lækna mig. Verst að ég er alltaf í vandræðum með líkamsmarkmiðin mín. Eina stundina langar mig að grennast og hina stundina langar mig að ná þriggja stafa tölu en hvorugu verkefninu hef ég nennt að sinna af nokkurri alvöru svo ég dandalast bara áfram í einhverri ömurlegri meðalmennsku. Nú er spurning um að fara að herða sig og standa við eitthvað af því sem maður segir. En fyrst ætla ég að læra að spila á nárafiðlu. Getur einhver lánað mér eina slíka?