Harmsögur ævi minnar

2.10.10

Ég held ég verði að hætta að drekka. Jafnvægisskyn mitt virðist eitthvað vera að minnka og þá sérstaklega ef ég fæ mér í glas. Um daginn fékk ég mér afmælisdrykk og var að tala við Sambó á meðan ég hjólaði heim. Vildi þá ekki svo illa til að ég hjólaði beint út í blómabeð og stakkst á bólakaf í rennblauta drullu. Drullan var þó skárri kostur en Tjörnin sem var líka rétt hjá. Í gær var ég svo með góðu fólki að sötra nokkra bjóra. Þegar við ætluðum að rölta af stað frá barnum missti ég hjólið mitt (ég var að reiða það) og datt ofan á það eins og fífl. Það var hrikalega vandræðalegt. Í dag er ég með risastóran bólguhnúð á vinstra lærinu en það er eiginlega bara gott á mig. Klaufabárður Hauksson.