Harmsögur ævi minnar

2.9.10

Facebook er að fara með mig. Ég er að eipsjitta yfir persónuupplýsingaáhyggjum og því að fullt af líði sé að skoða myndir af mér og svoleiðis. En steininn tók nú úr í kvöld; ég átti nefnilega 349 vini í gær, 347 í dag og svo núna 348. Samt hef ég ekki bætt neinum við eða samþykkt. Hver er að dömpa mér? Hver er að bætast við? Hvað í fjandanum er að gerast?! Þetta apparat er ekki fyrir svona stressaða eins og mig.