Harmsögur ævi minnar

27.6.10

Ég er orðin kelling. Ég hjólaði upp í Laugardal um daginn í góðu veðri og langaði undir eins að flytja þangað. Það er svo mikill gróður þar og skjólsælt. Þetta er í fyrsta sinn sem mig langar að búa annars staðar en í 101. En maður gleymir ekki aðalatriðunum, neibbs, ég reiknaði líka út á Já.is hversu langt er á danska barinn og það er bara rétt hálfum kílómetra lengra en heiman frá mér núna þannig að it's all good.