Þegar sumarið kemur langar mig alltaf til að vera með garð. Til að rækta grænmeti og líka til að sitja og drekka bjór og grilla og svoleiðis. Við gerðum reyndar tilraun til að rækta grænmeti á einhverjum skika í fyrrasumar. Verkefnið byrjaði af miklum krafti en nokkuð dró úr áhuganum þegar líða tók á sumarið. Við dröttuðumst til að kíkja á þetta einhvern tímann um haustið og þá var allt salatið myglað, radísurnar ormétnar og kartöflugrösin falin í arfaskógi. Við lögðum því ekkert í svoleiðis ævintýri aftur. Reyndar var skikinn uppi í Grafarvogi... það er náttúrulega ekki við því að búast að eðlilegt fólk geti verið að keyra lengst upp í sveit vikulega og jafnvel oftar til að vökva. Er ekki hægt að fá neitt svona aðeins nær miðbænum?
21.6.10
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Ég var að fatta að það var einmitt á síðasta HM í ...
- Mér finnst mjög gaman að Popppunktur sé byrjaður a...
- Ég hjólaði í gegnum Nauthólsvík með Sambó á sunnud...
- Mikið var síðasta sumar dásamlegt. Ég held að þet...
- Ég hef verið svo miður mín yfir þessu klúðri hjá Y...
- Hvað er málið með YouTube? Af hverju fer vídeóið ú...
- Það er alltaf svo myglað að mæta í vinnu aftur eft...
- Ég er í fríi í dag en í staðinn fyrir að njóta þes...
- Híhí! (http://cuteoverload.com/2010/03/14/seal-bo...
- Mig dauðlangar að detta í hug eitthvað bráðsnjallt...
<< Home