Mig dauðlangar að detta í hug eitthvað bráðsnjallt aprílgabb en ég er alveg galtóm. Í fyrra laug ég að nokkrum að verið væri að gefa páskaegg í 10-11 á Eggertsgötunni. Sambýlismaður minn og frændi (ekki sami maðurinn, bara svona til að fyrirbyggja misskilning) létu gabbast. Sambó fór út í búð en fann ekki neitt svo hann fór heim aftur og hringdi í mig til að kvarta. Ég sagði honum að starfsfólkið hefði örugglega bara átt eftir að bæta í stæðuna eða eitthvað og hann ætti að fara aftur og hreinlega spyrja um þetta. Bæði hefði ég séð þetta í blaðinu og svo var verið að gefa helling þegar ég kom við á leiðinni í vinnunna. Hann fór aftur og hringdi svo alveg brjálaður. Þá hafði hann (eins og sauður) spurt um eggin. Afgreiðslufólkið kannaðist auðvitað ekki við neitt og stakk upp á að kannski hefði einhver verið að gera grín. Það væri nú einu sinni 1. apríl. Sá varð fúll maður. Fyrrnefndur frændi minn keyrði svo með barnið sitt í þessa sömu verslun til að fá gefins egg. Ég fékk smá samviskubit yfir því verð ég að viðurkenna... en djöfull var þetta samt ógeðslega fyndið.
1.4.10
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Þetta langar mig að gera í páskafríinu:Taka til í ...
- Ég smellti á auglýsingu um þessa síðu af Facebook ...
- Ég er í frí-krísu (frísu?). Ég var búin að lofa sj...
- Þegar ég verð stór langar mig í risastórt eldhús m...
- Tvær systur rölta saman í Háskólabíó á tónleika: ...
- Síðan síðast er ég búin að: Fá skemmtilegan útlend...
- Það er eitthvað fluffedífluff í gangi með þessi ko...
- Hvað er eiginlega að gerast með tímann? Hvernig ge...
- Ég fékk þennan dásamlega tölvupóst áðan: Nudd á ...
- Stærsti gallinn við að eiga ekki bíl er að þurfa a...
<< Home