Harmsögur ævi minnar

17.3.10

Síðan síðast er ég búin að:
  • Fá skemmtilegan útlending í heimsókn.
  • Fara á fjórhjól.
  • Fara í Bláa lónið (fékk yfirdrátt fyrir því).
  • Sigla á kajak í sjónum.
  • Fara í sund á Stokkseyri.
  • Borða tapas og drekka marga bjóra og margar ginblöndur með skemmtilegu fólki.
  • Keyra út um allt Suðurland og Suðurnesin.
  • Og síðast en ekki síst: Fá blöðrubólgu í fyrsta skipti. Það lýsti sér nú helst þannig að ég var heila nótt að reyna að pissa og ekkert kom. Það var ákaflega pirrandi en ég hafði nú svo sem ekkert stórar áhyggjur fyrr en ég gat pissað smá en obbobbobb, það var blóð. Maður vill ekki, undir neinum kringumstæðum, pissa blóði. Ég var náttúrulega handviss um að ég væri með leghálskrabbamein eða sturlaðar innvortis blæðingar eða eitthvað þaðan af verra og hringdi í sambýlismanninn skelfingu lostin. Honum tókst að fá tíma hjá kvensjúkdómalækni fyrir mig og þá var þetta nú víst bara blöðrubólga. En þar sem ég var viss um að ég væri að drepast hef ég öðlast virðingu fyrir lífinu á ný. Og jafnframt gert mér grein fyrir því að sennilega er ekkert sniðugt að hlaupa berrassaður niður Laugaveginn um hávetur. Ég er að þroskast svo mikið sem manneskja þessa dagana að það er bara ekki eðlilegt.