Harmsögur ævi minnar

5.2.10

Ég horfði á Goodfellas einu sinni sem oftar um daginn (sorrý Snorri, ég fer alveg að skila henni) og komst þá að því, mér til mikillar undrunar, að í uppáhaldsatriðinu mínu er spilað eitt af mínum uppáhaldslögum. Reyndar ekki í útgáfunni sem ég þekkti, þ.e.a.s. upprunalegu útgáfunni með höfundinum Gino Paoli, heldur söngkonunni Minu.



Hún gaf lagið svo út líka í enskri útgáfu sem mér finnst reyndar ekkert spes, en jæja, hér er hún:



Langt frá því að vera jafn dásamlega fagurt og þetta:



Ég hélt að þetta hlyti að vera fallegasta ástarlag allra tíma, samið af ungum ástföngnum pilti til sinnar heittelskuðu. Svo kynnti ég mér málið aðeins betur og þá segist Gino kallinn hafa samið þetta þar sem hann lá í rúmi á hóruhúsi... það var nefnilega það. En samt: Looking at the purple ceiling, he thought, "Love can grow at any moment at any place" (1).

Er það nú ekki bara þrátt fyrir allt dálítið fallegt?