Þetta var í Fréttablaðinu einhvern tímann í nóvember. Ég verð að vera ósammála stelpunum. Mér finnst frekar lítið spennandi að sjá hvort það finnist ekki ný „skvísu-mennta“ stjarna. Svona „bókmenntir“ eru jafn hressandi og þynnkuprumpsbremsufar í langri strætóferð. Ein Sophie Kinsella er alveg nóg fyrir heiminn. Satt best að segja er ein Sophie Kinsella einni of mikið.
* * *
Að öðru: Helvítis lyktarúðinn á klósettunum í vinnunni er að fara með mig. Hvers á ég að gjalda? Af hverju fæ ég ekki að sitja á klósettinu í friði? Af hverju þarf að úða yfir mig viðurstyggilegri piparmyntufýlu? Ég sver það, ég hata þessa lykt meira en Framsóknarflokkinn.
<< Home