Harmsögur ævi minnar

22.12.09

Einhvern veginn virðist allt ætla að ganga á afturfótunum hjá mér í dag. Ég er að mygla eftir þessa svínasprautu og hef ekki komið mér í að þrífa fyrir sleni. Ég ætlaði að ganga frá uppvaskinu áðan en missti máttinn í sprautuðu hendinni þegar ég var að teygja mig og missti allt ofan í vaskinn aftur (pirr). Svo fór ég í blaðagáminn en hann var náttúrulega troðfullur þannig að ég þurfti að berja blöðin inn (pirrpirr). Allt sem ég tek upp virðist svo fljúga úr höndunum á mér og detta annað hvort á gólfið og brotna, eða ofan í eitthvað. Sem betur fer hefur ekkert dottið ofan í klósettið... ennþá. Þeir sem mig þekkja vita að það er einmitt mín sérgrein að missa hluti ofan í klósett. Hver elskar ekki t.d. að veiða málningardótið sitt upp úr dollunni? Tjah, eða lyklana? Þetta er gríðarlega skemmtilegt allt saman. Ég hef því ákveðið að gúggla myndir af sætum hvolpum og geyma allar frekari framkvæmdir til morguns. Sjitt, ég er Skrámur. Jóla-hvað?