Ég get endalaust pirrað mig á fyrirvörum við myndir á fréttamiðlum. Þessi mynd er t.d. tekin af Vísi.is í dag. Undir henni stendur: Athugið að myndin tengist fréttinni óbeint. Önnur vinsæl setning er: Athugið að myndin tengist fréttinni ekki beint. Annaðhvort tengist myndin fréttinni eða ekki, svo einfalt er það. Það að myndin að neðan tengist fréttinni ekki beint, þýðir hvað þá? Er þetta húsið við hliðina á húsinu sem brann? Eða tengist hún fréttinni óbeint vegna þess að í báðum tilvikum var eitthvað húsnæði reykræst? Ef myndin er ekki af því sem fréttin er um, má þá ekki bara segja að myndin tengist fréttinni ekki?
<< Home