Harmsögur ævi minnar

10.11.09

Ég var að hlusta á spjallþátt á Rás 2 í gær. Þar ræddu þáttastjórnendur um greiðslujöfnun og báðu svo hlustendur að hringja inn og segja skoðun sína á málefninu. Kona hringir.

Þáttastjórnandi: „Jæja, hvað finnst þér um greiðslujöfnun? Ertu búin að kynna þér þetta?“
Kona: „Nei.“
Þ: „Nú?“
K: „Nei, ég er bara svo heppin að þurfa ekki á þessum úrræðum að halda.“
Þ: „Uuuu já, ókey.“

Til hvers í fjandanum var hún eiginlega að hringja? Fólk kemur mér stöðugt á óvart.