Mikið er ég fegin að það er föstudagur. Síðustu helgi var stíf dagskrá... djamm og dans fram undir morgun á föstudeginum og vaknað fyrir allar aldir á laugardeginum til að fara í réttir og á hestbak. Áts. Þessa helgina ætla ég bara að hjúkra Sambó sem fer í aðgerð í dag og fara í sterasprautur fyrir brennómótið á laugardaginn... og spila brennó auðvitað. Svo raka ég kannski á mér lappirnar ef ég nenni. Nei, sennilega mun ég ekkert nenna því.
<< Home