Um daginn sat ég á klósettinu (einu sinni sem oftar) og tók þá eftir brúnu klístri á gólfinu. Ég þurrkaði það upp með klósettpappír en stóðst svo ekki mátið og þefaði. Þá var þetta súkkulaði. Ég hóaði náttúrulega í Sambó og spurði af hverju í fjandanum hann væri að éta súkkulaði inni á baðherbergi. Þá fyrtist minn við og sagðist sko ekki hafa borðað sælgæti inni á baði í langan tíma og a.m.k. ekki síðan við komum heim frá útlöndum. Þá spurði ég hann hvort hann væri virkilega að éta nammi inni á baði svona yfirleitt. „Ekkert frekar“, sagði hann kindarlegur og lét sig hverfa. Ætti ég að hafa áhyggjur?
<< Home