Harmsögur ævi minnar

9.7.09

Þegar ég vinn í lottói ætla ég að láta draga Ísland aðeins sunnar og smíða skjólvegg allan hringinn. Svo ætla ég að láta reka alla fábjána úr landi. Svo ætla ég að banna leiðinlega tónlist. Og slúðurdálkinn á vísi.is-myndir. Með mig sem einræðisherra verður Ísland helvíti á jörð fyrir þá sem ekki hafa sama smekk og ég. En auðvitað frábært fyrir alla aðra. Já og ég ætla líka að láta feitt komast í tísku svo ég geti troðið mig út af gúmmulaði. Djöfull hlakka ég til.