Harmsögur ævi minnar

21.6.09

Jæja, spurning um að drífa sig í matjurtagarðinn... erum bara búin að setja niður kartöflur og eigum eftir að setja niður hundrað tegundir af exótískum fræjum, þ. á m. rautt grænkál og fjólubláar gulrætur. Ég vildi líka setja niður aspasfræ og banana en það virðist ekki vera neinn metnaður í þessum ræktunarfélögum mínum. Þá er bara að vona að það sé ekki of seint að setja niður fræ... ekki okkur að kenna þar sem það er búið að vera hávaðarok eða grenjandi rigning eða bæði síðan við keyptum fræin. Helvítis skítaveður hérna alltaf hreint.