Um daginn var ég eitthvað að snuðra í snyrtiveski yngri systur minnar. Í dágóða stund skemmti ég mér konunglega við að þukla á einhverju fyndnu og undarlegu í litlum taupoka. Eftir smástund komst ég að því að þetta var álfabikar systur minnar. Þá hætti ég að skemmta mér konunglega og þvoði mér vel og vandlega um hendurnar. Ííííjúúú.
<< Home