Harmsögur ævi minnar

27.4.09

Ég lenti í mjög skemmtilegu atviki á kjörstað á laugardaginn. Konan sem afhenti seðlana spurði mig um heimilisfangið mitt. Létt verk og löðurmannlegt, jú, nema hvað að ég gat ómögulega munað það. Ég gat gubbað upp úr mér götunafninu en númerið var alveg týnt. Ég stóð því þarna eins og bjáni í alltof margar sekúndur þar til systir mín kom mér til bjargar og gólaði húsnúmerið mitt yfir fjöldann. Ef ég hefði verið kosningafólkið þá hefði ég ekki leyft mér að kjósa. Fólk sem getur ekki munað hvar það á heima hefur svo sannarlega ekkert með það að gera að taka þátt í lýðræðinu. En þau létu mig bara hafa kjörseðil eins og ekkert væri... greinilega ekkert eftirlit með þessu.