Mikið var nú hressandi að sjá á skattaskýrslunni að ég skulda Lánasjóði íslenskra námsmanna tæpar sjö millur. Á móti á ég eldhúsborð, svefnsófa og rándýrt matarstell fyrir sex manns. En það þarf nú meira en svona smotterí til að draga mig niður á ljómandi fínum laugardegi, sei sei já. Nú er bara að drífa sig í bæinn, fá sér kaffi, kíkja í Kolaportið og skoða vínil. Sei sei já.
<< Home