Harmsögur ævi minnar

29.1.09

Nú er ég komin með nóg af kreppu og vonleysi þannig að ég ætla að skreppa til Englands og knúsa Tommann minn. Og drekka helling af bjór og kaupa banka og verslanakeðju. Jedúddamía hvað það verður næs.

Ég hélt reyndar í smástund að einhver leiðindapest ætlaði að eyðileggja þetta fyrir mér... týpískt maður. En svo var nú ekki, nei nei nei, einhver galdrakerling í Manni lifandi tróð mig fulla af dularfullum jurtaremedíum og ég hef bara aldrei verið hressari. Mér líður soldið eins og ég hafi ekki sofið í nokkra daga en engir beinverkir og ekkert hor þannig að fokkitt... ef ég helst hraust yfir helgina þá er ég góð.

Svo vil ég ekki að þið séuð að draga Sambó í eitthvað fyllerí og vitleysu... hann þarf að læra.