Ég sá í blöðunum í morgun að viðskiptabankarnir eru að keppast um að bjóða heimilunum í landinu fjármálaráðgjöf. Við erum náttúrulega aumingjar sem ekki kunna að fara með peninga. Piff... held að þeir ættu frekar að halda innanhússnámskeið.
Afskaplega var röksemdafærsla Gísla Freys máttlaus í Kastljósinu í gær. Helga Vala tók hann algjörlega í nefið. Reyndar skil ég ekki hvað Kastljósið var að spá með því að fá hann... maðurinn hafði ekkert að segja og kom málstað sínum svo sannarlega ekki til aðstoðar. Hann hefur hins vegar fullt að segja á blogginu sínu og vil ég eindregið hvetja fólk til að kíkja á það. Og nei, ég held að þetta sé ekki grín.
<< Home