Harmsögur ævi minnar

28.12.08

Jæja... vinna á morgun þannig að ætli það sé ekki best að kroppa makkintossbréfin úr munnvikunum. Og finna hæfilega stórar joggingbuxur því ég ætla ekki einu sinni að reyna að komast í gallabuxurnar mínar. Annars er þetta búið að vera dásamlegt. Svona át-hátíðir (átíðir?) eru alveg minn tebolli. Við fórum upp í bústað til móður og skemmtum okkur konunglega eins og sjá má:



Kátínan var allsráðandi hjá sumum...


...á meðan aðrir horfðu reiðir um öxl.


Nóg var af pökkum undir jólatrénu...


...þrátt fyrir að tréð sjálft hafi nú oft verið glæsilegra.


Yngstu börnin fengu auðvitað líka pakka.


Og þá er bara að skauta inn í nýja árið með bjartsýni og gleði í hjarta. Þó er hugsanlega betra að vera í skautunum.