Harmsögur ævi minnar

22.12.08

Djöfull verð ég ógeðslega skapvond í svona drulluskítaveðri. Rok og rigning er sko algjörlega ó-uppáhaldsveðrið mitt í öllum heiminum. Ef ofan á það bætast klofháir slabb-skaflar... og þá sérstaklega þeir sem líta út fyrir að vera snjór en eru svo rennandi blautt slabb frá miðju og niður úr þá... þá er lífið ekki skemmtilegt. Það vill einmitt svo til að ég var að koma aftur í vinnuna úr mat og ég er rennandi blaut upp að lærum. Það er drullufokkíngvibbi. Ég er baaaara að bíða eftir því að geta fengið útrás á einhverjum. Ég vil því biðja fólk um að hafa ekki samband við mig í dag nema það sé mjög mikilvægt. Þó gæti ég verið farin að róast í skapinu upp úr 10-fréttum ef ég þekki mig rétt.