Harmsögur ævi minnar

5.12.08

Hagkaup er mikið að auglýsa framandi ávexti þessa dagana. Ég fór einmitt í Hagkaup um daginn (já, nei ég versla ekki þar að staðaldri - vantaði bara dálítið) og festist í ávaxta- og grænmetisdeildinni. Það var svo mikið til þar af sniðugu dóti (eitthvað annað en í Bónus) og eftir smá skoðerí ákváðum við Sambó að kaupa eitt stykki drekaávöxt. Ég hafði svosem ekki hugmynd um hvernig þetta fyrirbæri væri á bragðið en fallegt var það; skærbleikt og grænt eins og sést á myndinni. Svo spáði ég ekkert í þessu meir fyrr en heim var komið en þá komumst við einmitt að því að þetta ávaxtarkríli kostaði næstum því fimm hundruð krónur. FIMM HUNDRUÐ!!! Djöfull var ég brjáluð... mest náttúrulega út í sjálfa mig fyrir að vera svona ógeðslega sofandi á verðinum.

En eníhú, ef þið viljið fara í Hagkaup og kaupa unaðslega og framandi ávexti, endilega gerið það. Ég hins vegar ætla ekki að gera þau mistök aftur, ekki nema ég fái þá að maka heilli vaselíndollu á stjörnuna fyrst.



Það má svo alveg bæta því við að þessi ávöxtur er ekkert spes á bragðið - soldið eins og bragðlítið kiwi.