Hvernig í ósköpunum getur SP-fjármögnun rukkað mig um 450 krónur í eitthvað fokkans innheimtugjald á hverja einustu greiðslu af bílaláninu mínu? Ég er búin að hringja og væla yfir þessu og benda á að ég þurfi ekki einu sinni þennan drullubleðil heim í pósti því reikningurinn birtist í heimabankanum en það er alltaf eitthvað „computer says no“ helvítis rugl í gangi. Samkvæmt fólkinu hjá SP get ég sleppt því að fá rukkun í pósti en ég þarf samt að borga. Ef fyrirtækið þarf ekki einu sinni að senda mér greiðsluseðil... í hverju í jevlanum er þessi kostnaður fólginn? Ekki nóg með að ekkert saxist á þetta viðbjóðslega lán heldur þarf ég líka að borga aukalega á mánuði til að láta níðast á mér. Eina leiðin til að sleppa við þetta er með því að láta skuldfæra beint af bankareikningi. Þá borgar maður 150 kall. Glæpamenn.
(Nú verður pottþétt búið að lykla bílinn minn í fyrramálið. Ó sorrý, bílinn „minn“.)
<< Home