Ái hvað það er sársaukafullt að snúa sólarhringnum við. Ég er búin að vera algjörlega svefnlaus vegna þess að ég ríf mig upp klukkan 7 á morgnana en get hins vegar ekki sofnað fyrr en 3-4. Annars hef ég ekkert merkilegt að segja... janúar er alltaf svolítið andlaus og myglaður. Svo dynja á manni endalausar kreppufréttir og að auki bætast við sorgarsögur utan úr heimi og það er bara hálf erfitt að láta sér detta eitthvað sniðugt og skemmtilegt í hug.
Hins vegar ætla ég að skreppa til Cambridge í lok mánaðarins og kíkja á Thomasinn minn og fleiri gamla skólafélaga. Það verður vonandi til að bæta, hressa og kæta. Og í tilefni af því... hefur einhver lent í vandræðum með íslensk kreditkort í Englandi? Eða virkar þetta allt saman?
Ó já, ég ætlaði líka að setja inn nokkrar myndir frá gamlárs (sem var klikkaðslega mergjað) en ég nenni ekki að setja inn nema eina... jólaskrautið starir á mig og vill endilega fá að fara ofan í kassa. Ég elska jólin en það er alltaf ágætt að pakka þessu dóti niður.
<< Home