Harmsögur ævi minnar

19.3.09

Sambó lætur sko ekki sitt eftir liggja í kreppunni. Núna í vikunni stakk hann upp á því að við framleiddum okkar eigin súkkulaðirúsínur og rommkúlur. Nú veit ég ekki hvort það yrði mikill sparnaður af þessari nammigerð hjá okkur en hins vegar er alltaf ánægjulegt þegar fólk sýnir frumkvæði.