Harmsögur ævi minnar

11.3.09

Í gær lenti ég í vandræðum með fjarstýringuna að bílnum mínum. Ég var að koma úr Bónus með fangið fullt af pokum og helvítis bíllinn vildi ekki opnast. Ég hugsaði með mér að rafhlöðurnar í fjarstýringunni hlytu að vera búnar en ég nennti ómögulega að stinga lyklinum í. Ég setti því pokana á jörðina og ýtti og ýtti á takkann eins og ég ætti lífið að leysa. Það var samt ekki þá sem ég fattaði að þetta var ekki bíllinn minn... ekki einu sinni sama gerð af bíl heldur bara svipaður litur. Nei nei nei, ég fattaði það ekki fyrr en eigandi bílsins sem ég var að reyna að stela kom líka út úr Bónus og benti mér vingjarnlega á það. Mér til varnar var minn bíll í næsta stæði... og þeir voru næstum því eins á litinn.
---
Systir mín elskuleg lánaði mér fyrir nokkrum árum míní-sjónvarpið sem hún keypti sér fyrir fermingarpeningana sína. Þessi sama litla systir flutti að heiman í fyrradag og tók sjónvarpið. Ég missti því af úrslitaþættinum af Top Design í gær og vantar upplýsingar um það hver vann. Vonandi ekki mellan hún Clarissa.