Harmsögur ævi minnar

29.3.09

Djöfull er slúðurbloggið hjá Perez Hilton slappt maður... algjör æla. Og mikið vildi ég að ég hefði borðað aðeins minna af pizzu/súkkulaðikexi í morgunmat því nú er mér er eiginlega illt í maganum.
***
Gettu Betur hættir ekki að vera snilldin ein... ánægð með MR í gærkvöldi, þó mér sé svosem nokkuð sama hver vinnur, þetta er samt sem áður bráðskemmtilegt sjónvarpsefni. Davíð Þór er skemmtilegur og stigavörðurinn æði. Eva María stendur sig mjög vel þó hún blaðri stundum fullmikið um ekki neitt á milli atburða. Það er sko ekkert hættulegt þó það komi smá þögn. En í heildina er þetta gaman gaman.
***
Sjónvarpslaust líf er svo mikil dásemd. Ég þarf ekki lengur að pirra mig á Rachael Ray, Jay Leno, One Tree Hill, ANTM og öllu hinu ruslinu. Það sem maður vill sjá horfir maður svo bara á á netinu. Ég finn bara hvað ég er miklu stabílli í skapinu. Oj, ég fæ kvíðahnút í magann bara af því að tala um þetta.
***
Tíminn líður á ógnarhraða svo það er ekki seinna vænna að hefja skipulagningu sumarfrís, þó það sé kreppa. Gróf áætlun er svona: Þrítugsafmæli í Graz (Austurríki) - Vínarborg - Tsjill með Sindra í Mílanó - Sardinía. Ég á reyndar eftir að heyra aftur frá sardiníska tengiliðnum mínum í sambandi við gistingu þannig að þetta er allt á teikniborðinu ennþá. En mikið þrái ég sól og sand. Og hvar er vorið?!