Harmsögur ævi minnar

19.5.09

Getur einhver sagt mér nákvæmlega hvað þetta endalausa panini með öllum fjandanum er á kaffi- og veitingahúsum bæjarins? Panino er ítalska og þýðir samloka. Panini er fleirtalan af panino. Mjög exótískt eða hitt þó heldur. Ég átta mig ekki á hvort þetta er búið að festast við ákveðnar gerðir af samlokum eða bara notað til að láta matinn hljóma aðeins meira fansí. Meira ruglið.