Harmsögur ævi minnar

13.5.09

Ég er að spá í að fara að æfa mig í að gera möffins. Þær er svo ótrúlega fallegar og girnilegar. Kannski samt eftir Ítalíu... ég vil ekki líta út eins strandað hvaldýr á ströndinni. Er ekki annars til eitthvað gott íslenskt orð yfir möffins? Þetta er ómögulegt... ein möffin, margar möffins? Neeeeei. Mig minnir að stundum sé notað orðið múffa en af augljósum ástæðum er ekki hægt að nota það lengur. Bara alls ekki.