Á morgun er 17. júní. Það var rosalega skemmtilegur dagur þegar maður var lítill en er frekar slappur dagur þegar maður er fullorðinn. Í fyrra fór ég samt niður í bæ... aðallega reyndar til að leita að hoppukastala fyrir fullorðna. Það var ekkert svoleiðis auðvitað. Svo borgaði ég trilljónkall fyrir pulsu sem ég þurfti að setja áleggið á sjálf. Versta við 17. júní eru samt þessar viðurstyggilegu brjóstsykurssnuddur sem allir krakkar eru með hangandi um hálsinn. Öll útklístruð og útslefuð... oj. Ef ég eignast einhvern tímann börn þá fá þau aldrei svona, ég sver það.
<< Home