Harmsögur ævi minnar

3.9.09

Ég á sennilega 40-50 pör af skóm en enda alltaf á því að fara í sömu gatslitnu og sjúskuðu adidas-strigaskóna þegar ég fer út úr húsi. Þetta er vegna þess að ég er haldin sjúkleika sem lætur mig kaupa skó sem eru fallegir á að líta en sérlega ópraktískir til daglegra nota. Það er slæmt fyrir fólk eins og mig sem er yfirleitt fótgangandi. Ætli það sé til stuðningshópur fyrir þetta?